Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013 Lára Björnsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun