Orð og efndir “vinstri” ríkisstjórnar í jafnréttismálum Atli Gíslason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun