Er stúdentspróf í dönsku ónýtt? Pétur Rasmussen skrifar 16. janúar 2013 06:00 Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun