Góðar fréttir úr grunnskólunum Hafsteinn Karlsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun