Innlent

Aðeins ekið á 70 að Þríhnúkagíg

GAR skrifar
Eftirsóttur áfangastaður ferðamanna.
Eftirsóttur áfangastaður ferðamanna.
Skipulagsstofnun segir að þótt áhrif af fyrirhuguðum mannvirkjum við Þríhnúkagíg séu að langmestu leyti afturkræf geti þau ásamt stígagerð haft neikvæð áhrif á verndargildi gígsins. Þá séu framkvæmdirnar innan vatnsverndarsvæðis.

„Allar framkvæmdir og rekstur innan þess valda álagi á svæðið og ljóst að aukin starfsemi hefur í för með sér aukið álag og eykur um leið hættu á mengunarslysum,“ segir Skipulagsstofnun, sem setur annars vegar skilyrði um að hámarkshraði á veginum að gígnum verði 70 kílómetrar á klukkustund og hins vegar að fyrir liggi niðurstöður um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×