Flóttamenn rukkaðir um málskostnað 6. júní 2013 11:00 Þeir sem bíða hælis hér á landi eru vistaðir á Fit-hostel í Reykjanesbæ. Þeir fá 7.500 krónur vikulega til framfærslu. Flóttamenn sem reyna að komast inn í landið á fölsuðum skilríkjum eru kærðir fyrir það brot. Þeim er skipaður verjandi þar sem fæstir þeirra tala íslensku, og þurfa að greiða þann kostnað sjálfir, 125 þúsund krónur, verði þeir sakfelldir. Hælisleitendur sem dvelja á gistiheimilinu Fit fá 7.500 krónur á viku til framfærslu. Helga Vala Helgadóttir lögmaður gagnrýnir þetta mjög. Hún segir fæsta hafa val um annað en að koma hingað til lands á fölsuðum skilríkjum. Flóttamennirnir séu oftar en ekki að flýja stjórnvöld í heimalandi sínu og eigi því erfitt um vik að fá rétt skilríki frá stjórnvöldum. „Það eru ofboðslega fáir hælisleitendur sem koma hingað á eigin skilríkjum. Þeir eiga þau bara ekki, þeir eru flóttamenn.“ Við komuna hingað taki við mikill hamagangur og málum ljúki svo hratt að ekki sé hægt að sækja um gjafsókn, því búið sé að flytja málið áður en gjafsóknarnefnd fær beiðnina í hendurnar. „Viðkomandi er tekinn í Leifsstöð og daginn eftir ertu mætt niður í héraðsdóm með hann og ef hann ætlar einhvern veginn að reyna að slást á flóttamannasamningnum þá færðu einn dag til að verjast gæsluvarðhaldi og kæra það, undirbúa aðalmeðferð og flytja ræðuna. Allt gerist þetta á svona fjórum dögum og viðkomandi er dæmdur á staðnum.“ Helga Vala segir kostnaðinn mikinn fyrir hælisleitendur og þeir hafi engin ráð til að greiða hann. „Er þá málið að þeir eigi að hafna því að fá lögmenn? Að fá verjendur? Það hlýtur eiginlega að vera.“Stóð í vegi fyrir dvalarleyfi Helga Vala nefnir dæmi um hælisleitanda sem dæmdur var fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna hingað til lands. Hann hafi síðan eignast fjölskyldu, íslenska konu og barn, en skuldin vegna málskostnaðarins hafi sett strik í reikninginn. „Hann ætlaði að hætta í því ferli að vera hælisleitandi til að vera ekki hér á kostnað ríkisins. Þá þarf hann að byrja á því að borga niður reikninginn í héraði og Hæstarétti áður en hann getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskylduaðstæðna.“ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Flóttamenn sem reyna að komast inn í landið á fölsuðum skilríkjum eru kærðir fyrir það brot. Þeim er skipaður verjandi þar sem fæstir þeirra tala íslensku, og þurfa að greiða þann kostnað sjálfir, 125 þúsund krónur, verði þeir sakfelldir. Hælisleitendur sem dvelja á gistiheimilinu Fit fá 7.500 krónur á viku til framfærslu. Helga Vala Helgadóttir lögmaður gagnrýnir þetta mjög. Hún segir fæsta hafa val um annað en að koma hingað til lands á fölsuðum skilríkjum. Flóttamennirnir séu oftar en ekki að flýja stjórnvöld í heimalandi sínu og eigi því erfitt um vik að fá rétt skilríki frá stjórnvöldum. „Það eru ofboðslega fáir hælisleitendur sem koma hingað á eigin skilríkjum. Þeir eiga þau bara ekki, þeir eru flóttamenn.“ Við komuna hingað taki við mikill hamagangur og málum ljúki svo hratt að ekki sé hægt að sækja um gjafsókn, því búið sé að flytja málið áður en gjafsóknarnefnd fær beiðnina í hendurnar. „Viðkomandi er tekinn í Leifsstöð og daginn eftir ertu mætt niður í héraðsdóm með hann og ef hann ætlar einhvern veginn að reyna að slást á flóttamannasamningnum þá færðu einn dag til að verjast gæsluvarðhaldi og kæra það, undirbúa aðalmeðferð og flytja ræðuna. Allt gerist þetta á svona fjórum dögum og viðkomandi er dæmdur á staðnum.“ Helga Vala segir kostnaðinn mikinn fyrir hælisleitendur og þeir hafi engin ráð til að greiða hann. „Er þá málið að þeir eigi að hafna því að fá lögmenn? Að fá verjendur? Það hlýtur eiginlega að vera.“Stóð í vegi fyrir dvalarleyfi Helga Vala nefnir dæmi um hælisleitanda sem dæmdur var fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna hingað til lands. Hann hafi síðan eignast fjölskyldu, íslenska konu og barn, en skuldin vegna málskostnaðarins hafi sett strik í reikninginn. „Hann ætlaði að hætta í því ferli að vera hælisleitandi til að vera ekki hér á kostnað ríkisins. Þá þarf hann að byrja á því að borga niður reikninginn í héraði og Hæstarétti áður en hann getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskylduaðstæðna.“
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira