Innlent

Ekki búið að bera kennsl á líkið

Helga Arnardóttir skrifar

Kennslanefnd sem hefur það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík eða líkamsleifar sem finnast stefnir að því að koma saman sem fyrst, jafnvel á morgun til að gera frumrannsókn á líkinu sem fannst sjórekið í fjöruborðinu í Kaldbaksvík á Ströndum í fyrradag.

Líkið er sagt illa farið og ekki er vitað um hvort kynið er að ræða.  Nefndin starfar undir embætti ríkislögreglustjóra og í henni sitja tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarmeinafræðingur og tannlæknir.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×