Innlent

Glerhjúpur Hörpu verður bleikur næstu daga

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Harpa í bleikum ljóma á síðasta ári.
Harpa í bleikum ljóma á síðasta ári. Mynd/Vigfús Birgisson
Glerhjúpur Hörpu mun skarta bleikri lýsingu frá 11.-17. október næstkomandi. Liturinn er táknrænn um þessar mundir enda átakið Bleika slaufan í fullum gangi í baráttu gegn brjóstakrabbameini.

„Harpa vill með táknrænum hætti sýna samstöðu með bleika átakinu með bleikri lýsingu í glerhjúpnum. Þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við Studio Ólafs Elíassonar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu.

Á morgun fer fram „Bleiki dagurinn“ við það tækifæri verða bleiku ljósin í Hörpu tendruð. Þann 17. október er svo „Bleika kvöldið“ þar sem veitingastaðir um allt land gefa hluta af ágóða sínum til styrktar Krabbameinsfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×