Fótbolti

Hér spila íslensku stelpurnar gegn Þjóðverjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Opnunarkvöldið í Växjö í september í fyrra.
Opnunarkvöldið í Växjö í september í fyrra. Mynd/Wikipedia
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Växjö þar sem liðið mætir Þýskalandi og Hollandi í síðari leikjum sínum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í Svíþjóð.

Leikvangurinn sem íslenska liðið spilar á er nýr og glæsilegur. Fyrst var leikið á honum í september á síðasta ári en karlalið Öster spilar heimaleiki sína á vellinum. Framkvæmdakostnaður var um 190 milljónir sænskra króna eða jafnvirði 3,5 milljarða íslenskra króna.

Ísland mætir Evrópumeisturum Þjóðverja á vellinum á sunnudag og svo Hollendingum í síðasta leik liðsins í riðlinum á miðvikudag.

Panorama mynd af leikvanginum að utan.Mynd/Wikipedia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×