Fótbolti

Ekkert gefið eftir í skotboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Guðni Kjartansson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, bauð upp á upphitun af gamla skólanum þegar hann skipulagði skotbolta á milli ungra og eldri á æfingu liðsins í Vaxjö í dag.

Það var létt yfir hópnum í sól og blíðu á æfingavellinum enda stelpurnar kátar eftir langþráð stig sem kom í hús kvöldið áður í 1-1 jafntefli á móti Noregi í fyrsta leik stelpnanna á EM í Svíþjóð.

Það var vel tekist á skotboltanum enda allar stelpurnar í íslenska liðinu mikli keppnismenn.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var reyndar ekki alveg sama um þróun mála á ákveðnum tímapunkti í skotboltanum og bað þá stelpurnar um að passa upp á það að togna ekki.

Það tognaði nú enginn sem betur fer en þær voru örugglega nokkrar með boltaför eftir föst þrumuskot félaga sinna. Þar var nefnilega ekkert gefið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×