Ekki sérstakt eftirlit með bólusetningu barna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2013 00:01 Oft er minnt á tíma með bréfi, símleiðis eða öðrum skilaboðum en ekki er um skipulegt eftirlit að ræða. mynd/getty „Börn eru ekki kölluð inn til að fara í eftirlit og bólusetningu. Það er alfarið á ábyrgð foreldra að koma með börnin,“ segir Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss. „En við erum í góðri samvinnu við leikskólana og þeir minna foreldra á skoðanir,“ bætir Guðríður við. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um bólusetningar barna og skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að töluvert hátt hlutfall íslenskra barna er vanbólusett hefur umræðan um eftirlit heilbrigðisyfirvalda með bólusetningum verið áberandi. Samkvæmt skýrslunni er hlutfall bólusetninga lægst við tólf mánaða og fjögurra ára skoðun.Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss.Aðsend mynd„Það líður svo langur tími á milli skoðana eftir fyrsta árið en við minnum alltaf foreldra á að koma í næstu skoðun og bókum jafnvel tíma langt fram í tímann. Svo er það á ábyrgð foreldra og þeirra val að koma í eftirlit og bólusetningar með börnin. Það kemur stundum fyrir að barnið sé veikt í skoðun. Þá er ákveðið að bíða með bólusetningu og nýr tími gefinn. Ef tíminn er afboðaður eða foreldrar gleyma tímanum er lítið sem við getum gert í því. Kerfið okkar býður ekki upp á að við höfum reglulegt eftirlit með mætingu.“Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinsAðsend myndSesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mjög misjafnt í gegnum tíðina hvernig heilsugæslustöðvar minna foreldra á að koma í ung- og smábarnavernd. „Sumar stöðvar hafa sent bréf, sumar setja auglýsingu í hverfisblað og aðrir senda skilaboð eða hringja,“ segir Sesselja. Í haust var ákveðið að byrja að senda öllum foreldrum á höfuðborgarsvæðinu bréf og minna á skoðanir sem helst gleymast hjá foreldrum. Það eru 18 mánaða, tveggja og hálfs árs og fjögurra ára skoðanir þar sem börnin eru einnig bólusett. „Við ákváðum að samræma þetta hjá heilsugæslustöðvunum með því að senda miðlægt bréf frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það verður fróðlegt að sjá hvort það skili sér í enn betri þátttöku í þessar skoðanir. Annars er alltaf farið í gegnum bólusetningasögu barna þegar þau koma í grunnskólann og þá er hægt að bregðast við ef það vantar einhverja bólusetningu,“ segir Sesselja. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
„Börn eru ekki kölluð inn til að fara í eftirlit og bólusetningu. Það er alfarið á ábyrgð foreldra að koma með börnin,“ segir Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss. „En við erum í góðri samvinnu við leikskólana og þeir minna foreldra á skoðanir,“ bætir Guðríður við. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um bólusetningar barna og skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að töluvert hátt hlutfall íslenskra barna er vanbólusett hefur umræðan um eftirlit heilbrigðisyfirvalda með bólusetningum verið áberandi. Samkvæmt skýrslunni er hlutfall bólusetninga lægst við tólf mánaða og fjögurra ára skoðun.Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss.Aðsend mynd„Það líður svo langur tími á milli skoðana eftir fyrsta árið en við minnum alltaf foreldra á að koma í næstu skoðun og bókum jafnvel tíma langt fram í tímann. Svo er það á ábyrgð foreldra og þeirra val að koma í eftirlit og bólusetningar með börnin. Það kemur stundum fyrir að barnið sé veikt í skoðun. Þá er ákveðið að bíða með bólusetningu og nýr tími gefinn. Ef tíminn er afboðaður eða foreldrar gleyma tímanum er lítið sem við getum gert í því. Kerfið okkar býður ekki upp á að við höfum reglulegt eftirlit með mætingu.“Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisinsAðsend myndSesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnasviðs á þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mjög misjafnt í gegnum tíðina hvernig heilsugæslustöðvar minna foreldra á að koma í ung- og smábarnavernd. „Sumar stöðvar hafa sent bréf, sumar setja auglýsingu í hverfisblað og aðrir senda skilaboð eða hringja,“ segir Sesselja. Í haust var ákveðið að byrja að senda öllum foreldrum á höfuðborgarsvæðinu bréf og minna á skoðanir sem helst gleymast hjá foreldrum. Það eru 18 mánaða, tveggja og hálfs árs og fjögurra ára skoðanir þar sem börnin eru einnig bólusett. „Við ákváðum að samræma þetta hjá heilsugæslustöðvunum með því að senda miðlægt bréf frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það verður fróðlegt að sjá hvort það skili sér í enn betri þátttöku í þessar skoðanir. Annars er alltaf farið í gegnum bólusetningasögu barna þegar þau koma í grunnskólann og þá er hægt að bregðast við ef það vantar einhverja bólusetningu,“ segir Sesselja.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“