Innlent

"Þessu verður að breyta“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Innanríkisráðherra segir niðurstöður úr rannsókn sem ríkislögreglustjóri lét gera um stöðu kvenna innan lögreglunnar ekki viðunandi og að stöðu kvenna verði að breyta.

Rannsóknin sem var unnin í samstarfi við kynjafræðideild Háskóla Íslands sýnir meðal annars að einungis eru um 12,6% lögreglumanna hér á landi konur og að stór hluti karlkyns lögreglumanna líti ekki á þær sem jafningja sína.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að þetta verði að breytast. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi. Við viljum að í löggæslu í landinu séu konur og karlar, bæði í þeirri þjónustu, Það skiptir miklu máli, ekki bara fyrir lögregluna heldur líka þá sem þeir eru að þjónusta,“ segir hún.

Hanna Birna segir niðurstöðurnar að sumu leyti hafa komið sér á óvart og þá sérstaklega hvað viðhorfin varðar. Þetta voru þó ekki einu niðurstöðurnar því 30,8% kvenna í lögreglunni telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni en 4,1% karla svara sömu spurningu játandi. Hanna Birna er á því að þessu verði að breyta og er ánægð með það frumkvæði sem lögreglan hefur sýnt í þessu máli. „Lögreglan lætur skoða þetta, tekur strax á því og hefur þegar lýst því yfir hvað sé vilji til þess að fara í. Það skiptir mestu máli, að vinna úr þessu og gera það vel,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×