„Framsóknarmenn stálu Kennedy“ Hjörtur Hjartarson skrifar 22. nóvember 2013 19:05 Flestir, ef ekki allir, sem aldur hafa til, muna hvar þeir voru þegar fregnirnar af morðinu á Kennedy bárust til Íslands. Tveir bræður sem í áratugi hafa flutt Íslendingum fréttir, muna vel eftir atburðinum fyrir hálfri öld. Greint var frá tilræðinu í Ríkisútvarpinu rétt um klukkustund eftir að það átti sér stað. Öll dagblöð landsins voru síðan með fréttir af morðinu á forsíðu sinni daginn eftir. „Ég man þetta mjög vel, mjög skýrt meira að segja. Ég hafði verið að tala í símann á ganginum á Ártúni 2, á Selfossi þar sem ég átti heima, þegar ég heyri innan úr eldhúsinu einhvern segja, það er búið að myrða Kennedy! Ég hafði nú hrifist af Kennedy. Ungur maður með fallega fjölskyldu og allt það. Maður vildi bara ekki trúa því að það væri búið að myrða þennan mann,“ segir Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gissurar, vann í áraraðir sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann man líka vel stundina fyrir hálfri öld. „Það hringdi til mín maður sem hafði verið að hlusta á Kanaútvarpið og sagði mér af þessu. Mér brá við. Ég hafði nokkurn tíma áður átt heima í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár. Ég átti þar vini og ættfólk. Það fyrsta sem mér datt í hug var að í gangi væri einhverskonar stjórnarbylting. Ólafur man líka vel eftir því þegar Kennedy náði kjöri, 1960. Um hann var sveipaður dýrðarljómi, svipað og Obama, 2008. Hann var maður unga fólksins, maður friðar, maður sátta og svo framvegis. Hvort það hefði nú farið fyrir honum eins og Obama þar sem það hefur fallið svolítið á þessa ímynd, það veit maður ekki með vissu,“ segir Ólafur. Í huga Gissurar var Kennedy þó alltaf Framsóknarmaður og helgast það af því að Tíminn, málgagn flokksins á þeim tíma, birti flennistóra litmynd af nýkjörnum forseta, í nóvember 1960 og eignaði sér þar með Kennedy. „Framsóknarmenn stálu Kennedy á einu bretti strax í byrjun. Og Mogginn og Sjálfstæðismenn náðu honum aldrei alveg aftur. Þetta var alveg ótrúlegt. En mér fannst þetta flott hjá þeim, góður húmor,“ segir Gissur. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Flestir, ef ekki allir, sem aldur hafa til, muna hvar þeir voru þegar fregnirnar af morðinu á Kennedy bárust til Íslands. Tveir bræður sem í áratugi hafa flutt Íslendingum fréttir, muna vel eftir atburðinum fyrir hálfri öld. Greint var frá tilræðinu í Ríkisútvarpinu rétt um klukkustund eftir að það átti sér stað. Öll dagblöð landsins voru síðan með fréttir af morðinu á forsíðu sinni daginn eftir. „Ég man þetta mjög vel, mjög skýrt meira að segja. Ég hafði verið að tala í símann á ganginum á Ártúni 2, á Selfossi þar sem ég átti heima, þegar ég heyri innan úr eldhúsinu einhvern segja, það er búið að myrða Kennedy! Ég hafði nú hrifist af Kennedy. Ungur maður með fallega fjölskyldu og allt það. Maður vildi bara ekki trúa því að það væri búið að myrða þennan mann,“ segir Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gissurar, vann í áraraðir sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann man líka vel stundina fyrir hálfri öld. „Það hringdi til mín maður sem hafði verið að hlusta á Kanaútvarpið og sagði mér af þessu. Mér brá við. Ég hafði nokkurn tíma áður átt heima í Bandaríkjunum í tvö til þrjú ár. Ég átti þar vini og ættfólk. Það fyrsta sem mér datt í hug var að í gangi væri einhverskonar stjórnarbylting. Ólafur man líka vel eftir því þegar Kennedy náði kjöri, 1960. Um hann var sveipaður dýrðarljómi, svipað og Obama, 2008. Hann var maður unga fólksins, maður friðar, maður sátta og svo framvegis. Hvort það hefði nú farið fyrir honum eins og Obama þar sem það hefur fallið svolítið á þessa ímynd, það veit maður ekki með vissu,“ segir Ólafur. Í huga Gissurar var Kennedy þó alltaf Framsóknarmaður og helgast það af því að Tíminn, málgagn flokksins á þeim tíma, birti flennistóra litmynd af nýkjörnum forseta, í nóvember 1960 og eignaði sér þar með Kennedy. „Framsóknarmenn stálu Kennedy á einu bretti strax í byrjun. Og Mogginn og Sjálfstæðismenn náðu honum aldrei alveg aftur. Þetta var alveg ótrúlegt. En mér fannst þetta flott hjá þeim, góður húmor,“ segir Gissur.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira