Grandi fækkar sjómönnum en fjölgar störfum í landi Svavar Hávarðsson skrifar 12. febrúar 2013 07:00 Ekki er litið á uppsagnirnar sem einkamál áhafnanna á Venusi og Helgu Maríu. fréttablaðið/gva HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess. Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn fengið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frystitogaranum Helgu Maríu verður breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. „Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk," segir Vilhjálmur. Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimmtíu. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um sextán við breytingarnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda. En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? „Það má segja að það verði stokkað upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis," segir Vilhjálmur, sem útilokar ekki að einhverjir vilji grípa tækifærið og fara í land. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald þegar aflaheimildir skipsins hafa verið veiddar, og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess. Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn fengið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frystitogaranum Helgu Maríu verður breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. „Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk," segir Vilhjálmur. Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimmtíu. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um sextán við breytingarnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda. En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? „Það má segja að það verði stokkað upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis," segir Vilhjálmur, sem útilokar ekki að einhverjir vilji grípa tækifærið og fara í land. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald þegar aflaheimildir skipsins hafa verið veiddar, og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira