Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 16:08 Árný Ingvarsdóttir vill að foreldrar og kennarar geti hjálpað börnum sínum að slaka á. Mynd/ Anton Brink. „Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira