Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 16:08 Árný Ingvarsdóttir vill að foreldrar og kennarar geti hjálpað börnum sínum að slaka á. Mynd/ Anton Brink. „Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira