Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 2. maí 2013 06:30 Jón Viðar Arnþórsson Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ Sjá meira
Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“
Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ Sjá meira