Daníel Laxdal spilaði hverju einustu mínútu í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 07:56 Daníel Laxdal í leik með Stjörnunni „Ég er ekkert að hata að tímabilið sé búið. Þetta er orðið gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var á leiðinni á sína síðustu æfingu á tímabilinu í gær þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Fyrirliðinn hefur spilað 2.550 mínútur í deild og bikar í sumar. Afrekið verður seint slegið. Daníel spilaði hverja einustu mínútu í 22 deildarleikjum Stjörnunnar og sömuleiðis alla fimm leikina í bikarkeppninni. Þar fór Stjarnan fjórum sinnum í framlengingu í fimm leikjum. Við bætast því fjórum sinnum 30 mínútur, 120 mínútur alls, en Stjarnan fór alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði gegn Fram. Alltaf var Daníel inni á vellinum. „Ég er ekki á neinu sérstöku mataræði,“ segir Daníel, spurður hvaðan orkan komi. Hann segist í raun gera það sem hann vilji hvað mat snerti og það virðist skila sér. Þá man hann eftir einu. „Mamma má eiga það að hún er alltaf með hágæðamat daginn fyrir leik,“ segir Daníel. Yfirleitt sé gott kjöt á boðstólum fyrir bræðurna og það hljóti að hjálpa. Jóhann, yngri bróðir Daníels, leikur einnig með Stjörnunni. Á fimm mánaða keppnistímabili getur ýmislegt komið upp á. Varnarmenn þurfa oft að taka út leikbönn en Daníel fékk aðeins þrjú gul spjöld í sumar. Þá var hann heppinn með meiðsli, sem hefur ekki alltaf verið tíðin á þeim bænum. „Inni á milli er maður aumur en maður harkar það bara af sér,“ segir Daníel og bætir við að hann sé prúðmennið uppmálað á velli. Því myndu fáir mótmæla þó fullyrðing miðvarðarins hafi verið á léttu nótunum. Daníel, sem er 27 ára, á ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið. Bróðir hans Jóhann er hins vegar samningslaus og stefnir á atvinnumennsku. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera,“ segir Daníel um þann möguleika að bróðirinn fari af landi brott. Nánari bræður eru vandfundnir. „Ætli ég myndi samt ekki fyrirgefa honum það,“ segir stóri bróðir á léttu nótunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Ég er ekkert að hata að tímabilið sé búið. Þetta er orðið gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var á leiðinni á sína síðustu æfingu á tímabilinu í gær þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Fyrirliðinn hefur spilað 2.550 mínútur í deild og bikar í sumar. Afrekið verður seint slegið. Daníel spilaði hverja einustu mínútu í 22 deildarleikjum Stjörnunnar og sömuleiðis alla fimm leikina í bikarkeppninni. Þar fór Stjarnan fjórum sinnum í framlengingu í fimm leikjum. Við bætast því fjórum sinnum 30 mínútur, 120 mínútur alls, en Stjarnan fór alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði gegn Fram. Alltaf var Daníel inni á vellinum. „Ég er ekki á neinu sérstöku mataræði,“ segir Daníel, spurður hvaðan orkan komi. Hann segist í raun gera það sem hann vilji hvað mat snerti og það virðist skila sér. Þá man hann eftir einu. „Mamma má eiga það að hún er alltaf með hágæðamat daginn fyrir leik,“ segir Daníel. Yfirleitt sé gott kjöt á boðstólum fyrir bræðurna og það hljóti að hjálpa. Jóhann, yngri bróðir Daníels, leikur einnig með Stjörnunni. Á fimm mánaða keppnistímabili getur ýmislegt komið upp á. Varnarmenn þurfa oft að taka út leikbönn en Daníel fékk aðeins þrjú gul spjöld í sumar. Þá var hann heppinn með meiðsli, sem hefur ekki alltaf verið tíðin á þeim bænum. „Inni á milli er maður aumur en maður harkar það bara af sér,“ segir Daníel og bætir við að hann sé prúðmennið uppmálað á velli. Því myndu fáir mótmæla þó fullyrðing miðvarðarins hafi verið á léttu nótunum. Daníel, sem er 27 ára, á ár eftir af samningi sínum við uppeldisfélagið. Bróðir hans Jóhann er hins vegar samningslaus og stefnir á atvinnumennsku. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera,“ segir Daníel um þann möguleika að bróðirinn fari af landi brott. Nánari bræður eru vandfundnir. „Ætli ég myndi samt ekki fyrirgefa honum það,“ segir stóri bróðir á léttu nótunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira