Lífið

Skipuleggja stórt brúðkaup

Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina North, fyrir tveimur mánuðum síðan. Nú hafa þau í nægu að snúast að hugsa um hana – og skipuleggja brúðkaup.

“Þau eru búin að ræða brúðkaup um hríð. Brúðkaup er nú í bígerð. Kanye hefur aldrei verið kvæntur áður og vill stórt brúðkaup. Kim er að reyna að venjast þeirri hugmynd. Kanye vill eitthvað yfirgengilega flott,” segir vinur parsins í samtali við Us Weekly.

Brúðkaupið verður ekki sýnt í sjónvarpi.
Vinurinn bætir við að þau gæli við hugmyndina að gifta sig í útlöndum en Kanye á hús í París sem kemur sterklega til greina.

Ástfangin með ís.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.