Enski boltinn

Walcott skaut Arsenal inn í sextán liða úrslit enska bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok og Frakkinn Olivier Giroud var með tvö mörk þegar Arsenal vann Brighton & Hove Albion 3-2 á útivelli í flottum leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Brighton & Hove Albion sló Newcastle út í síðustu umferð og b-deildarliðið stóð sig vel í leiknum í dag. Stjóri liðsins er Úrúgvæmaðurinn Gus Poyet en hans menn urðu að sætta sig við tap eftir frábæra frammistöðu.

Olivier Giroud kom Arsenal tvisvar yfir í leiknum en Brighton náði að jafna í bæði skiptin. Theo Walcott skoraði sigurmarkið á 85. mínútu eftir að markvörður Brighton & Hove Albion fór í skógarhlaup eftir hornspyrnu.

Olivier Giroud skoraði fyrst mark leiksins á 16. mínútu með glæsilegu langskoti eftir sendingu frá Lukas Podolski en Ashley Barnes jafnaði metin á 33. mínútu með skalla eftir horn og mistök Wojciech Szczesny.

Giroud kom Arsenal aftur yfir á 56. mínútu en Leonardo Ulloa jafnaði með skutluskalla sex mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá fyrrnefndum Ashley Barnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×