Nóg komið af niðurskurði 14. september 2013 14:00 Kristján Þór Júlíusson, sem hér er á blaðamannafundi ásamt Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans, segir að miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs sjái hann ekki færi til að taka skóflustungu að mannvirki sem kostar marga tugi milljarða. Fréttablaðið/Pjetur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti á fimmtudag aðgerðaráætlun til að bregðast við manneklu og álagi á lyflækningasviði Landspítalans. Tuttugu yfirlæknar og prófessorar skrifuðu grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem fjallað er um það ófremdarástand sem ríkir á spítalanum vegna langvarandi niðurskurðar og atgervisflótta. Sérstakri nefnd verður gert að skila tillögum til úrbóta og þá verða fundin ný vistunarúrræði fyrir aldraða sjúklinga sem hafa lokið meðferð á sjúkrahúsinu en hafa ekki komist í hjúkrunarrými. Kristján vonast til þess að þessar aðgerðir skili árangri. „Ég met það svo að það sé fullur pólitískur vilji og samstaða til að bregðast við þessu ástandi, þó svo að það kalli á auknar fjárheimildir. Ég er þess fullviss að það verði stuðningur við þann þátt málsins sem kallar á fjármagn,“ segir Kristján. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili tillögum eigi síðar en 20. september næstkomandi. „Ég mun síðan skoða með hvaða hætti og hvernig við getum mætt þessum tillögum. Ég vænti þess að það muni ganga skjótt og vel.“Forgangsraða í niðurskurði Kristján telur að hægt sé ná fram frekari hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins. „Eðli málsins samkvæmt er óhjákvæmilegt þegar við lendum í efnahagsáföllum eins og yfir okkur dundu haustið 2008 að horft sé til heilbrigðismála með hagræðingu og niðurskurð í huga. Ég tel að sú umræða sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu síðastliðin fjögur til fimm ár út af þessum niðurskurði sýni að mönnum þykir nóg komið,“ segir Kristján. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. „Meðan við erum uppi með þessa kröfu og meðan við erum með þá stöðu að ríkissjóður sé rekinn með halla upp á 30 milljarða plús þá verðum við einfaldlega að setja þessi þrjú mál í forgang og láta aðra málaflokka líða fyrir það.“ Kristján nefnir eftirlitsstofnanir og utanríkisþjónustu í þessu samhengi. „Við verðum líka að horfa til þess að við erum búnir að gera mjög vel við okkur Íslendingar á síðustu árum. Þegar við höfðum ráð til þess, alveg sama hvað menn segja um pólitík og annað. Ef við lítum þó ekki væri nema tíu til fimmtán ár aftur í tímann og sjáum þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á þessum tíma og gæðin sem Íslendingar hafa byggt þá er það óumdeilt að lífsgæðin sem þjóðin býr við eru til fyrirmyndar og á margan hátt öfundsverð.“Nýr Landspítali ekki á dagskrá Kristján lýsti því yfir þegar hann tók við ráðherraembætti í vor að hann vildi endurskoða áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. „Við erum ekki í neinu færi til þess að mínu mati, miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs, að taka skóflustungu að mannvirki sem kostar marga tugi milljarða. Við getum byrjað á einhverjum áfanga. Ef ég man rétt þá er þessu skipt niður í þrjá eða fjóra áfanga og það er sjálfsagt mál að skoða þetta. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það beri að vinna að endurbótum á húsnæði Landspítalans,“ segir Kristján. „Ég tel að við getum skoðað minni útfærslu á ákveðnum þáttum. Það kemur í ljós þegar fjárlögin verða lögð fram hver áform okkar í þessu máli eru.“Stendur ekki til að einkavæða Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sakað ríkisstjórnina um að skera niður í heilbrigðis- og menntamálum til að opna fyrir einkavæðingu. Kristján hefur sjálfur sagt að hann vilji beita sér fyrir einkarekstri í heilsugæslunni og vísar til heilsugæslunnar í Salahverfi í Kópavogi í því samhengi. „Ég hef sjálfur lýst því yfir að ég vilji gjarnan sjá breytingar hjá heilsugæslunni og innleiða fleiri rekstrarform. Ég vil sjá aukinn einkarekstur en það kann að taka tíma að ná því fram. Menn hafa reynt að snúa út úr þessum orðum mínum með þeim hætti að ég vilji einkavæða heilbrigðiskerfið. Það stendur ekki til að einkavæða íslenskt heilbrigðiskerfi. Hins vegar viljum við innleiða meiri einkarekstur og þetta erum við byrjuð að undirbúa.“Erfitt að bregðast við atgervisflótta Um 210 íslenskir læknar hafa flutt til útlanda á síðustu fjórum árum samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Í langflestum tilvikum er um unglækna að ræða. Á sama tíma hafa 70 læknar komið heim. Kristján segir þetta vera áhyggjuefni og að nauðsynlegt sé að hlúa betur að unglæknum. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er auglýsing frá norsku einkasjúkrahúsi sem er að leita að lýtalækni. Auglýst laun eru 2 til 2,5 milljónir í norskum krónum á ári eða 40 til 50 milljónir íslenskar. Til samanburðar má nefna að meðallaun sérfræðinga á spítölum hér á landi eru í kringum 12 til 13 milljónir á ári. Kristján segir að íslenska ríkið geti ekki keppt við þessi launakjör. „Við munum aldrei bjóða sömu launakjör. Aldrei. Ég hef enga trú á því að við munum geta boðið sömu launakjör eins og ég sá í auglýsingum í síðasta Læknablaði, t.d. í Noregi svo ég tali nú ekki um Dubai og Abu Dhabi. Við getum hins vegar boðið allt allt önnur lífskjör eða búsetuskilyrði á Íslandi en boðin eru til dæmis í Dubai eða Abu Dhabi,“ segir Kristján. Viðtalið við Kristján er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti á fimmtudag aðgerðaráætlun til að bregðast við manneklu og álagi á lyflækningasviði Landspítalans. Tuttugu yfirlæknar og prófessorar skrifuðu grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem fjallað er um það ófremdarástand sem ríkir á spítalanum vegna langvarandi niðurskurðar og atgervisflótta. Sérstakri nefnd verður gert að skila tillögum til úrbóta og þá verða fundin ný vistunarúrræði fyrir aldraða sjúklinga sem hafa lokið meðferð á sjúkrahúsinu en hafa ekki komist í hjúkrunarrými. Kristján vonast til þess að þessar aðgerðir skili árangri. „Ég met það svo að það sé fullur pólitískur vilji og samstaða til að bregðast við þessu ástandi, þó svo að það kalli á auknar fjárheimildir. Ég er þess fullviss að það verði stuðningur við þann þátt málsins sem kallar á fjármagn,“ segir Kristján. Gert er ráð fyrir því að nefndin skili tillögum eigi síðar en 20. september næstkomandi. „Ég mun síðan skoða með hvaða hætti og hvernig við getum mætt þessum tillögum. Ég vænti þess að það muni ganga skjótt og vel.“Forgangsraða í niðurskurði Kristján telur að hægt sé ná fram frekari hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins. „Eðli málsins samkvæmt er óhjákvæmilegt þegar við lendum í efnahagsáföllum eins og yfir okkur dundu haustið 2008 að horft sé til heilbrigðismála með hagræðingu og niðurskurð í huga. Ég tel að sú umræða sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu síðastliðin fjögur til fimm ár út af þessum niðurskurði sýni að mönnum þykir nóg komið,“ segir Kristján. Hann vill setja heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál í forgang og skera niður í öðrum málaflokkum. „Meðan við erum uppi með þessa kröfu og meðan við erum með þá stöðu að ríkissjóður sé rekinn með halla upp á 30 milljarða plús þá verðum við einfaldlega að setja þessi þrjú mál í forgang og láta aðra málaflokka líða fyrir það.“ Kristján nefnir eftirlitsstofnanir og utanríkisþjónustu í þessu samhengi. „Við verðum líka að horfa til þess að við erum búnir að gera mjög vel við okkur Íslendingar á síðustu árum. Þegar við höfðum ráð til þess, alveg sama hvað menn segja um pólitík og annað. Ef við lítum þó ekki væri nema tíu til fimmtán ár aftur í tímann og sjáum þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á þessum tíma og gæðin sem Íslendingar hafa byggt þá er það óumdeilt að lífsgæðin sem þjóðin býr við eru til fyrirmyndar og á margan hátt öfundsverð.“Nýr Landspítali ekki á dagskrá Kristján lýsti því yfir þegar hann tók við ráðherraembætti í vor að hann vildi endurskoða áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. „Við erum ekki í neinu færi til þess að mínu mati, miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs, að taka skóflustungu að mannvirki sem kostar marga tugi milljarða. Við getum byrjað á einhverjum áfanga. Ef ég man rétt þá er þessu skipt niður í þrjá eða fjóra áfanga og það er sjálfsagt mál að skoða þetta. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það beri að vinna að endurbótum á húsnæði Landspítalans,“ segir Kristján. „Ég tel að við getum skoðað minni útfærslu á ákveðnum þáttum. Það kemur í ljós þegar fjárlögin verða lögð fram hver áform okkar í þessu máli eru.“Stendur ekki til að einkavæða Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sakað ríkisstjórnina um að skera niður í heilbrigðis- og menntamálum til að opna fyrir einkavæðingu. Kristján hefur sjálfur sagt að hann vilji beita sér fyrir einkarekstri í heilsugæslunni og vísar til heilsugæslunnar í Salahverfi í Kópavogi í því samhengi. „Ég hef sjálfur lýst því yfir að ég vilji gjarnan sjá breytingar hjá heilsugæslunni og innleiða fleiri rekstrarform. Ég vil sjá aukinn einkarekstur en það kann að taka tíma að ná því fram. Menn hafa reynt að snúa út úr þessum orðum mínum með þeim hætti að ég vilji einkavæða heilbrigðiskerfið. Það stendur ekki til að einkavæða íslenskt heilbrigðiskerfi. Hins vegar viljum við innleiða meiri einkarekstur og þetta erum við byrjuð að undirbúa.“Erfitt að bregðast við atgervisflótta Um 210 íslenskir læknar hafa flutt til útlanda á síðustu fjórum árum samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Í langflestum tilvikum er um unglækna að ræða. Á sama tíma hafa 70 læknar komið heim. Kristján segir þetta vera áhyggjuefni og að nauðsynlegt sé að hlúa betur að unglæknum. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er auglýsing frá norsku einkasjúkrahúsi sem er að leita að lýtalækni. Auglýst laun eru 2 til 2,5 milljónir í norskum krónum á ári eða 40 til 50 milljónir íslenskar. Til samanburðar má nefna að meðallaun sérfræðinga á spítölum hér á landi eru í kringum 12 til 13 milljónir á ári. Kristján segir að íslenska ríkið geti ekki keppt við þessi launakjör. „Við munum aldrei bjóða sömu launakjör. Aldrei. Ég hef enga trú á því að við munum geta boðið sömu launakjör eins og ég sá í auglýsingum í síðasta Læknablaði, t.d. í Noregi svo ég tali nú ekki um Dubai og Abu Dhabi. Við getum hins vegar boðið allt allt önnur lífskjör eða búsetuskilyrði á Íslandi en boðin eru til dæmis í Dubai eða Abu Dhabi,“ segir Kristján. Viðtalið við Kristján er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira