Innlent

Hildur fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn með app í símann

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hildur Sverrisdóttir sækist eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Sverrisdóttir sækist eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Sverrisdóttir, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, nýtir tæknina greinilega vel í baráttunni um efsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Hildur er líklega fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn til að láta búa til app fyrir sig sem er aðgengilegt fyrir snjallsíma. Í appinu má finna upplýsingar um Hildi, stefnumál, prófkjörið og einnig skemmtilega leiki.

Hildur segir að noktun á appinu gefi tóninn fyrir þær áherslur sem hún ætlar að færa inn í borgarstjórn fái hún brautargengi í prófkjöri sjálfstæðismanna. „Ég vil koma með nútímalegri nálgun á starfshætti borgarinnar og það er margt í þjónustu borgarinnar sem hægt væri að einfalda og bæta með tækninni,“ segir Hildur og bætir við. „Það væri t.d. hægt að einfalda borgarbúum við að borga í Strætó með appi í snjallsíma.“

Hildur sækist eftir efsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer á laugardag. Hún segir baráttuna ganga vel og finnur fyrir meðbyr. Það var vinur Hildar sem bjó appið til en hann er að prófa sig áfram í hönnun á öppum. Það fór því vel á því að prófa sig áfram á fyrsta appinu fyrir íslenskan stjórnmálamann.

Appið má nálgast í gegnum snjallasíma áapp.hildursverris.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×