Fótbolti

Kjær genginn til liðs við Lille

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simin Kjær í leik með Wolfsburg.
Simin Kjær í leik með Wolfsburg. Mynd / Getty Images
Daninn Simon Kjær er genginn til liðs við franska knattspyrnuliðið Lille en hann hefur verið á mála hjá Wolfsburg undanfarinn ár.

Þessi 24 ára varnarmaður gerir 4 ára samning við Lille en félagið greiðir 2 milljónir vera fyrir leikmanninn.

Kjær hefur leikið með Palermo, Roma, Midtjylland og Wolfsburg á sínum ferli en núna er hann kominn til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×