Innlent

Tölvuhakkarar flykkjast til Íslands

Hrund Þórsdóttir skrifar
Ráðstefnan Hacker-Halted, eða Stöðvum hakkarana, hefur aðeins verið haldin í Asíu og Bandaríkjunum hingað til og er Ísland fyrsta Evrópulandið til að fá samþykki fyrir að halda þennan þekkta viðburð í tölvuheiminum. Ráðstefnan verður haldin í Hörpunni í október og hana sækja fjölmargir háttsettir sérfræðingar í netöryggismálum hjá heimsþekktum fyrirtækjum eins og Google og Facebook.

Bandaríski tölvuöryggissérfræðingurinn Kevin Cardwell, sem meðal annars kom að því að veita bandaríska flotanum netaðgang, heldur erindi á ráðstefnunni og í meðfylgjandi frétt segir hann meðal annars frá því hverjar eru helstu ógnir sem steðja að heiminum í tölvuöryggismálum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×