Innlent

Viðvörun frá Veðurstofu

Búast má við hvassviðri á austanverður landinu í kvöld og í nótt
Búast má við hvassviðri á austanverður landinu í kvöld og í nótt Mynd úr safni
Í dag mun hvessa á austanverðu landinu. Búast má við hvassviðri þar í kvöld og í nótt, jafnvel stormi við norðausturströndina.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að vindur muni ganga niður þegar kemur fram á nóttina. Gert er ráð fyrir mjög snörpum hviðum austan Öræfa í kvöld og fram á nótt, en einnig verður hviðótt á Austfjörðum eftir miðnætti.

Ferðamenn og vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurspám, einkum þeir sem hyggjast aka með tengivagna um austanvert landið næsta sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×