Innlent

"Sérstakir töfrar í loftinu"

Of Monsters and Men spiluðu á Hróarskeldu í gærkvöldi.
Of Monsters and Men spiluðu á Hróarskeldu í gærkvöldi. Myndir/AFP
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi.

Á heimasíðunni Soundvenue fá þeir fjórar stjörnur og gagnrýnandi lýsir hljómsveitarmeðlimum sem brosmildum hæfileikasprengjum sem allir gætu hugsað sér að umgangast.

Bent er á að hljómsveitin búi að mikilli reynslu af tónleikahaldi sem þessu eftir heimsóknir á tónlistarhátíðir eins og Coachella og Glastonbury, en að sérstakir töfrar hafi verið í loftinu í gærkvöldi.

Dóminn má sjá hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×