Fótbolti

Marquinhos ekki til sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marquinhos í leik með Roma
Marquinhos í leik með Roma Mynd / Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos er gríðarlega vinsæll hjá stórliðum í Evrópu en hann er á mála hjá ítalska félaginu Roma.

Þessi 19 ára leikmaður gekk í raðir Roma á síðustu leiktíð en ítalska félagið greiddi aðeins fimm milljónir evra fyrir þennan snjalla varnarmann.

Nú hefur Roma fengið tilboð uppá 25 milljónir evra í leikmanninn frá Barcelona og Paris Saint-Germain en eigendur Roma hafa engan áhuga á því að láta Marquinhos frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×