Innlent

Mikill viðbúnaður slökkviliðs vegna elds í fjölbýlishúsi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Íbúum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á staðinn.
Íbúum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á staðinn. Mynd úr safni/VALGARÐUR
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út kl. 21.26 til að ráða niðurlögum elds sem kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Stelkshóla 8 í Breiðholti. Eldurinn kom upp í steikarpotti en íbúum hússins tókst að ráða niðurlögum hans áður en slökkvilið kom á vettvang.

„Það kom upp eldur í eldhúsi út frá potti," segir Friðjón Daníelsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Fólkið sem var heima kom sér út en náði að slökkva eldinn áður en við komum á staðinn."

„Eldurinn var búinn að teygja sig í innréttingu þannig að það er eitthvað brunnið af efri skápum og borðplötu í eldhúsinu. Íbúðin var full af reyk en engan sakaði."

„Við reykræstum íbúðina sem er í fjölbýlishúsi. Sem betur fer fór enginn reykur í aðrar íbúðir. Seinasti maður frá okkur fór af svæðinu klukkan 22.06 svo þetta var ekki eins lavarlegt og við töldum í upphafi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×