Innlent

Ökklabrot á Arnarvatnsheiði

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þyrla fór og sótti manninn.
Þyrla fór og sótti manninn. Vilhelm
Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði var kölluð út klukkan sex í dag vegna manns sem virtist illa ökklabrotinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Maðurinn var staddur við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði. Björgunarsveitarmenn tóku lækni með og hugðust flytja manninn í sjúkrabil við Húsafell. Um erfiða vegi að er fara á svæðinu og því mátti reikna með að aksturinn tæki 3 - 5 klst báðar leiðir. Ekki var útlit fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar gæti farið og sótt manninn vegna veðurs, en það hófst þó að lokum.

„Við reiknuðum ekki með því að þyrlan gæti komið því það var svo lágskýjað og veðrið leiðinlegt en síðan náði hún einhvernveginn að troðast þetta," segir Jónas Guðmundsson hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Ekki er vitað hverrar þjóðar maðurinn er né hvernig slysið bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×