Fótbolti

Engir áhorfendur á næstu leikjum Corinthians

Leikmenn Corinthians geta ekki fagnað með stuðningsmönnum sínum í næstu leikjum.
Leikmenn Corinthians geta ekki fagnað með stuðningsmönnum sínum í næstu leikjum.
Knattspyrnusamband Suður-Ameríku gaf það út í dag að brasilíska liðið Corinthians yrði að leika fyrir luktum dyrum í óákveðinn tíma.

14 ára áhorfandi lést á heimaleik liðsins gegn San Jose í Suður-Ameríkukeppninni. Stuðningsmenn Corinthians skutu þá blysi að stuðningsmönnum andstæðinganna með þessum hörmulega afleiðingum.

Blysið fór beint í augun á áhorfandanum sem lést á leiðinni upp á sjúkrahús.

Það verða því engir áhorfendur á að minnsta kosti næstu þremur leikjum liðsins. Venjulega mæta rúmlega 83 þúsund manns á leiki liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×