Innlent

Segist alltaf hafa trúað því að sonur sinn færi í pólitík

„Ég treysti honum mjög vel að sinna þessu af alúð, festu og sanngirni,“ sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formann Framsóknarflokksins, spurður hvernig honum litist á að sonur hans væri að fara fyrir nýrri ríkisstjórn.

„Ég hélt alltaf, ólíkt móður hans, að hann færi í pólitík, frá því hann var barn,“ sagði Gunnlaugur um son sinn. Sjálfur var Gunnlaugur þingmaður Framsóknarflokksins frá 1995 til 1999.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sagði nýja ríkisstjórn gefa nýja von.

Hægt er að sjá viðtal við félagana hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×