Geðgjörgæsla opnuð næstkomandi haust Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. maí 2013 09:45 Geðgjörgæsludeild Landspítalans mun þjónusta órólegustu og veikustu sjúklingana sem lagðir eru inn vegna geðsjúkdóma. Fréttablaðið/Valli Fyrsta geðgjörgæsla landsins verður opnuð í húsnæði Landspítalans við Hringbraut næsta haust. Á deildinni munu dvelja órólegustu og veikustu sjúklingarnir en mikil þörf hefur verið fyrir frekari aðskilnaði á geðdeildum spítalans. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, segir deildina afar mikilvægt skref í rétta átt í þróun geðheilbrigðismála í landinu. Öryggi og þjónusta við sjúklinga verði bætt og starfsfólk deildarinnar muni fá sérstaka þjálfun í að annast órólega sjúklinga. „Umhverfið skiptir höfuðmáli í svona þjónustu og talað er um það sem þriðja manninn í þjónustunni,“ segir hann. „Álagið minnkar á bæði starfsfólk og sjúklinga þegar umhverfið er öruggt og aðlaðandi.“ Verkefnið verður kostnaðarsamt, en í byrjun árs veitti velferðarráðuneytið 15 milljónir króna til þess. Páll bendir þó á að til að deildin verði nothæf þurfi að lágmarki 40 milljónir. „Það yrði samt bara svona „Suzuki Swift-útgáfan“ af deildinni. Hún sleppur,“ segir hann. „En ef hún á að mæta þeim kröfum sem við setjum þá kostar hún 100 milljónir – en þá er líka komin góð „Volvo-útgáfa“.“ Geðgjörgæslan, hin gamla 32C, mun hafa karla- og kvennasvefnálmur og sérherbergi, en það hefur ekki verið þannig áður. Deild 32C verður lokað í tvo mánuði yfir sumartímann á meðan framkvæmdir standa yfir. Páll býst ekki við því að lokun deildar í tvo mánuði muni koma að sök, þar sem þjónustan dregst líka yfirleitt saman á þessum tíma, mest á fíknideildinni. „Við veljum júlí oftast til að loka vegna viðhalds og fleira,“ segir hann. „Þá er rólegra og sérstaklega er áhugi á fíknimeðferð minni, fram yfir verslunarmannahelgi.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Fyrsta geðgjörgæsla landsins verður opnuð í húsnæði Landspítalans við Hringbraut næsta haust. Á deildinni munu dvelja órólegustu og veikustu sjúklingarnir en mikil þörf hefur verið fyrir frekari aðskilnaði á geðdeildum spítalans. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, segir deildina afar mikilvægt skref í rétta átt í þróun geðheilbrigðismála í landinu. Öryggi og þjónusta við sjúklinga verði bætt og starfsfólk deildarinnar muni fá sérstaka þjálfun í að annast órólega sjúklinga. „Umhverfið skiptir höfuðmáli í svona þjónustu og talað er um það sem þriðja manninn í þjónustunni,“ segir hann. „Álagið minnkar á bæði starfsfólk og sjúklinga þegar umhverfið er öruggt og aðlaðandi.“ Verkefnið verður kostnaðarsamt, en í byrjun árs veitti velferðarráðuneytið 15 milljónir króna til þess. Páll bendir þó á að til að deildin verði nothæf þurfi að lágmarki 40 milljónir. „Það yrði samt bara svona „Suzuki Swift-útgáfan“ af deildinni. Hún sleppur,“ segir hann. „En ef hún á að mæta þeim kröfum sem við setjum þá kostar hún 100 milljónir – en þá er líka komin góð „Volvo-útgáfa“.“ Geðgjörgæslan, hin gamla 32C, mun hafa karla- og kvennasvefnálmur og sérherbergi, en það hefur ekki verið þannig áður. Deild 32C verður lokað í tvo mánuði yfir sumartímann á meðan framkvæmdir standa yfir. Páll býst ekki við því að lokun deildar í tvo mánuði muni koma að sök, þar sem þjónustan dregst líka yfirleitt saman á þessum tíma, mest á fíknideildinni. „Við veljum júlí oftast til að loka vegna viðhalds og fleira,“ segir hann. „Þá er rólegra og sérstaklega er áhugi á fíknimeðferð minni, fram yfir verslunarmannahelgi.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira