Innlent

Ný ríkisstjórn kynnt á Laugarvatni á morgun

Sigmundur Davíð og Bjarni.
Sigmundur Davíð og Bjarni.

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa boðið til blaðamannafundar í Héraðsskólanum á Laugarvatni klukkan 11:15 á morgun. Á fundinum munu formennirnir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins auk þess sem efni hennar verður kynnt þá.

Nú í kvöld verður samstarfið kynnt fyrir flokksmönnum beggja flokka. Svo mun Sigmundur Davíð funda með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið.

Lítið hefur lekið út um efnisatriði en vitað er að bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Að auki mun  stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taka meðal annars á skuldamálum heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×