Fótbolti

Býflugnafaraldur seinkaði fótboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óvenjuleg uppákoma varð fyrir leik í brasilíska fótboltanum um helgina sem endaði með að kalla þurfti slökkvilið bæjarins á staðinn. Meðal áhorfenda voru óvelkominn býflugnahópur og því skiljanlegt að markverðir liðanna hafi ekki verið alltof hrifnir af þessum gestum.

Fyrir leik Ponte Preta og Atletico Sorocaba á Moisés Lucarelli leikvanginum á laugardaginn uppgötvaðist það að stór hópur býflugna var búinn að koma sér fyrir á slá annars marksins.

Slökkvilið staðarins þurfti að beita ýmsum aðferðum til þess að losna við býflugurnar. Það dugði ekki bara að bera að þeim eld eða baða þær í reyk. Á endanum þurfti að líka að sprauta eitri á hópinn til að losna við hann. Það fylgir ekki sögunni hvort dýravinir séu sáttir með vinnuaðferðir slökkviliðsins.

Það er hægt að sjá myndband af þessari óvenjulega býflugnafaraldri með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×