Lífið

Beyonce er ekki ólétt

Rapparinn Jay-Z er búinn að þagga niður í sögusögnum þess efnis að eiginkona hans til fimm ára, poppdrottningin Beyonce, sé ófrísk.

Þetta gerði Jay-Z í tölvupóstsamskiptum við hip hop-útvarpsstöðina Hot 97 í New York.

Jay-Z og Beyonce eru skemmtilegt par. Eiga samt ekki von á öðru barni.

“Óléttusögurnar eru ósannar,” skrifaði tónlistarmaðurinn í tölvupósti til þáttagerðarmannsins Ebro Darden.

Beyonce er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.

Beyonce og Jay-Z eiga dótturina Blue Ivy saman sem er tveggja ára.

Blue Ivy fær ekki systkini í bráð.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.