Innlent

Skriðuhætta á Vestfjörðum

Skriðuföll í Kjálkafirði.
Skriðuföll í Kjálkafirði.

Það ræðst í dag hvort óhætt verður talið að opna á ný þjóðveginn um Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum, eftir að honum var lokað á miðnætti, aðfaranótt laugardags, vegna hættu á skriðuföllum.

Þar er nú unnið að vegagerð og féll mjög stór skriða úr hlíðinni fyrir ofan veginn 23. apríl og var vegurinnn lokaður í tvo daga á meðan verið var að hreinsa veginn. Í upphafi síðustu viku var aftur talin hætta á skriðum og var veginum lokað að næturlagi alla vikuna og svo alveg á laugardagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×