Innlent

Fimmtíu þúsund króna sekt fyrir 120 kílómetra hraða

Sá sem hraðast fór mældist á 120 kílómetra hraða og á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt.
Sá sem hraðast fór mældist á 120 kílómetra hraða og á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt.

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins var með meira móti í gær, eftir þessa fyrstu ferðahelgi ársins.

Hún dreifðist nokkuð jafnt  þannig að ekki urðu umtalsverðar tafir og fréttastofunni er ekki kunnugt um slys, eða óhöpp. Sumir voru þó á síðasta snúningi að koma sér heim og slógu þá í. Lögreglan á Selfossi stöðvaði þannig sex ökumenn á Suðrulandsvegi í gærkvöldi og fram yfir miðnætti, fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór mældist á 120 kílómetra hraða og á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×