Ráðuneytum verður fjölgað - stjórnarsáttmáli kynntur í kvöld Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2013 18:26 Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hittu í dag nýja þingmenn flokka sinna til að fara með þeim yfir stöðuna. Þeir funduðu sérstaklega með hverjum og einum þingmanni. Á morgun ætla þeir svo að funda með reyndari þingmönnum og má búast við að ráðherraembættin verði þá til umræðu. Annað kvöld verða svo þingflokksfundir þar sem farið verður yfir skipan ráðherranna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður bæði ráðuneytunum fjölgað svo og ráðherrum með nýrri ríkisstjórn. Þannig verða ráðuneytin að öllum líkindum 9 en ráðherrarnir 10 og tveir ráðherrar skipta þá með sér verkum í einu stóru ráðuneytanna. Þá verða verkefni færð á milli ráðuneyta og verkefnum atvinnuvegaráðuneytisins líklega skipt upp á milli flokkanna tveggja. Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá fellur utanríkisráðuneytið í skaut Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð kynnir stjórnarsáttmálann fyrir miðstjórn sinn í Rúgbrauðsgerðinni klukkan hálf níu í kvöld og þarf miðstjórnin að samþykkja hann. Á sama tíma fundar flokksráð Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið og verður það borið upp til samþykktar. Stjórnarsáttmálinn verður svo kynntur fjölmiðlum fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hann frekar almennt orðaður en á meðal þess sem kemur þar fyrir eru aðgerðir vegna skuldamála heimilanna og jafnvel breytingar á veiðileyfagjaldinu. Sigmundur Davíð hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan níu í fyrramáli. Þar tilkynnir hann líklega Ólafi að honum hafi tekist að mynda nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þremur vikum eftir að hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. Að öllum líkindum verða svo ríkisráðsfundir á fimmtudaginn þar sem ný ríkisstjórn tekur við. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Bæði ráðuneytum og ráðherrum verður fjölgað með nýrri ríkisstjórn. Stjórnarsáttmáli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekur meðal annars á skuldamálum heimilanna. Hann verður kynntur flokksmönnum í kvöld og hittir formaður Framsóknarflokksins svo forsetann á morgun. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hittu í dag nýja þingmenn flokka sinna til að fara með þeim yfir stöðuna. Þeir funduðu sérstaklega með hverjum og einum þingmanni. Á morgun ætla þeir svo að funda með reyndari þingmönnum og má búast við að ráðherraembættin verði þá til umræðu. Annað kvöld verða svo þingflokksfundir þar sem farið verður yfir skipan ráðherranna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður bæði ráðuneytunum fjölgað svo og ráðherrum með nýrri ríkisstjórn. Þannig verða ráðuneytin að öllum líkindum 9 en ráðherrarnir 10 og tveir ráðherrar skipta þá með sér verkum í einu stóru ráðuneytanna. Þá verða verkefni færð á milli ráðuneyta og verkefnum atvinnuvegaráðuneytisins líklega skipt upp á milli flokkanna tveggja. Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra en Bjarni fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá fellur utanríkisráðuneytið í skaut Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð kynnir stjórnarsáttmálann fyrir miðstjórn sinn í Rúgbrauðsgerðinni klukkan hálf níu í kvöld og þarf miðstjórnin að samþykkja hann. Á sama tíma fundar flokksráð Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórnarsamstarfið og verður það borið upp til samþykktar. Stjórnarsáttmálinn verður svo kynntur fjölmiðlum fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hann frekar almennt orðaður en á meðal þess sem kemur þar fyrir eru aðgerðir vegna skuldamála heimilanna og jafnvel breytingar á veiðileyfagjaldinu. Sigmundur Davíð hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan níu í fyrramáli. Þar tilkynnir hann líklega Ólafi að honum hafi tekist að mynda nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þremur vikum eftir að hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. Að öllum líkindum verða svo ríkisráðsfundir á fimmtudaginn þar sem ný ríkisstjórn tekur við.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira