Ráðherra segist fara bil beggja 21. maí 2013 19:30 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa lengi þrýst á að griðasvæði hvala yrði stækkað en þar til í kvöld nær það frá Garðskaga og norður fyrir Akranes. Frá miðnætti verður hins vegar bannað að veiða hvali innan línu sem nær frá Garðskaga til Skógarness á Snæfellsnesi. Meirihluti nefndar sem ráðherrann skipaði vildi ganga lengra og girða fyrir hvalveiðar á öllum Faxaflóa. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segist Steingrímur fara bil beggja sjónarmiða, svæðið sé stækkað nokkuð en þó ekki eins mikið og hvalaskoðunarfyrirtæki óskuðu og minna en meirirhluti nefndarinnar hafi lagt til. „Þannig að það er hér reynt að fara bil beggja og finna nýtt jafnvægi milli þessara tveggja nýtingarforma á hvalnum," segir Steingrímur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir mjög alvarlegt að ráðherra skuli grípa inn í með þessum hætti þegar hrefnuveiðar eru hafnar og hvalveiðimenn búnir að gera sínar áætlanir. „Að hann skuli hér á síðustu metrunum í ráðuneytinu þjóna hagsmunum mjög þröngs hóps innan eigin flokks og grípa til þessara aðgerða, það finnst mér vera forkastanleg vinnubrögð," segir Jón. Hann segir að verið sé að taka burt svæði þar sem um 80% af hrefnu hafi verið veidd frá því atvinnuveiðar hófust á ný. Ráðherrann hafnar því að óeðlilegt sé að hann taki slíka ákvörðun nánast daginn fyrir brottför úr ráðuneytinu. Stjórnsýslan hafi sinn vanagang. „Það er ekki þannig að allt stöðvist, enda væri það nú ekki gæfulegt, sérstaklega ekki ef menn dunda sér mikið við stjórnarmyndunarviðræður, þá verður að vera hægt að láta stjórnsýsluna ganga á meðan," segir Steingrímur. En telur þingmaðurinn ekki rétt að taka tillit til sjónarmiða hvalaskoðunarfyrirtækja í ljósi vaxandi umfangs þeirra og þjóðhagslegs mikilvægis? Jón Gunnarsson bendir á að hvalaskoðun hafi verið að dafna mjög frá Reykjavík og veiðarnar hafi gengið vel. „Svo ég spyr bara: Hvað er vandamálið?" Jón kveðst ætla að hvetja þann ráðherra sem tekur við á næstu dögum að breyta reglunum aftur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra stækkaði í dag bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Forkastanleg vinnubrögð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks, enda sé verið að taka burt svæði þar sem áttatíu prósent hrefnunnar hafi veiðst. Ráðherrann segist hafa farið bil beggja. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa lengi þrýst á að griðasvæði hvala yrði stækkað en þar til í kvöld nær það frá Garðskaga og norður fyrir Akranes. Frá miðnætti verður hins vegar bannað að veiða hvali innan línu sem nær frá Garðskaga til Skógarness á Snæfellsnesi. Meirihluti nefndar sem ráðherrann skipaði vildi ganga lengra og girða fyrir hvalveiðar á öllum Faxaflóa. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segist Steingrímur fara bil beggja sjónarmiða, svæðið sé stækkað nokkuð en þó ekki eins mikið og hvalaskoðunarfyrirtæki óskuðu og minna en meirirhluti nefndarinnar hafi lagt til. „Þannig að það er hér reynt að fara bil beggja og finna nýtt jafnvægi milli þessara tveggja nýtingarforma á hvalnum," segir Steingrímur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir mjög alvarlegt að ráðherra skuli grípa inn í með þessum hætti þegar hrefnuveiðar eru hafnar og hvalveiðimenn búnir að gera sínar áætlanir. „Að hann skuli hér á síðustu metrunum í ráðuneytinu þjóna hagsmunum mjög þröngs hóps innan eigin flokks og grípa til þessara aðgerða, það finnst mér vera forkastanleg vinnubrögð," segir Jón. Hann segir að verið sé að taka burt svæði þar sem um 80% af hrefnu hafi verið veidd frá því atvinnuveiðar hófust á ný. Ráðherrann hafnar því að óeðlilegt sé að hann taki slíka ákvörðun nánast daginn fyrir brottför úr ráðuneytinu. Stjórnsýslan hafi sinn vanagang. „Það er ekki þannig að allt stöðvist, enda væri það nú ekki gæfulegt, sérstaklega ekki ef menn dunda sér mikið við stjórnarmyndunarviðræður, þá verður að vera hægt að láta stjórnsýsluna ganga á meðan," segir Steingrímur. En telur þingmaðurinn ekki rétt að taka tillit til sjónarmiða hvalaskoðunarfyrirtækja í ljósi vaxandi umfangs þeirra og þjóðhagslegs mikilvægis? Jón Gunnarsson bendir á að hvalaskoðun hafi verið að dafna mjög frá Reykjavík og veiðarnar hafi gengið vel. „Svo ég spyr bara: Hvað er vandamálið?" Jón kveðst ætla að hvetja þann ráðherra sem tekur við á næstu dögum að breyta reglunum aftur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira