Innlent

Íhuga endurkomu Tvíhöfða

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jón Gnarr heimsótti nemendur í Réttarholtsskóla í morgun.
Jón Gnarr heimsótti nemendur í Réttarholtsskóla í morgun. Mynd/Anton og Daníel
Jón Gnarr borgarstjóri sagði við nemendur í Réttarholtsskóla í morgun að ágætar líkur væru á því að útvarpsþátturinn Tvíhöfði snéri aftur þegar borgarstjóratíð hans lyki. Hann heimsótti nemendur í Réttarholtsskóla í morgun á degi eineltis.

Ungur nemandi við skólann spurði Jón hvort að hann myndi snúa aftur ásamt Sigurjóni Kjartanssyni í útvarpsþættinum Tvíhöfða sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Jón sagði að hann hefði rætt við Sigurjón um málið og það væru ágætar líkur á þátturinn snéri aftur - þó ekki endilega í útvarpi og nefndi hljóðvarp (e. podcast) í því samhengi.

Sigurjón vildi ekkert staðfesta þegar Vísir náði tali af honum síðdegis. „Tvíhöfði er alltaf til staðar þegar við Jón hittumst. Ég vil engu lofa um hvað verður,“ segir Sigurjón. Hann ætlar þó að íhuga málið.

„Ég er mjög önnum kafinn í öðrum málum. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að hitta Jón og Tvíhöfði er hluti af mér. Við munum íhuga að íhuga málið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×