Grunnskólabörn gengu yfir Vaðlaheiði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. september 2013 11:45 Efst á heiðinni beið matráður skólans eftir göngugörpunum og grillaði pylsur ofan í mannskapinn. MYND/VALSÁRSKÓLI „Það var erfitt að labba svona langt, en ég labbaði bara áfram alla leið. Við sáum skóg og dót á leiðinni og svo grilluðum við pylsur. Þetta var fínt,“ segir Kristófer Örn Sigurðarson, nemandi í fyrsta bekk í Valsárskóla á Svalbarðseyri en hann gekk yfir Vaðlaheiði ásamt skólafélögum sínum á þriðjudaginn fyrir viku, á árlegum Göngudegi skólans. Göngudagurinn er hluti af námsmarkmiðum Valsárskóla í útikennslu og var gengið frá Skógum í Fnjóskadal, eftir gamla veginum og síðan eftir gamalli þjóðleið sem liggur af heiðinni niður að Valsárskóla, alls um átján kílómetra. Yngstu bekkirnir fengu bílfar áleiðis upp heiðina en elstu nemendurnir gengu alla leið.„Mér fannst þetta erfitt,“ Segir Rakel Mjöll Jóhannsdóttir, nemandi í níunda bekk. „Það var kalt uppi á heiðinni og ég fékk hausverk. Við stoppuðum tvisvar til að bíða eftir þeim sem voru að tína ber. Ég vildi ekki tína ber því ég var að fara í útivistaval á eftir og þar áttum við að fara í berjamó,“ bætir hún við. Kristófer segir krakkana í Valsárskóla oft fara í slíkar vettvangsferðir með kennurunum. „Við bjuggum einu sinni til indjánatjald og vorum að tálga og saga spýtur í skóginum,“ segir hann hress og Rakel segir bekkinn hennar hafa gengið á Kaldbak og Súlur í útivistarvali. „Í fyrra bjuggum við til snjóhús með því að saga ís, fórum á gullfiskaveiðar og helgarferð í Ásbyrgi,“ bætir hún við. Í ferðinni yfir heiðina sáu krakkarnir báða enda Vaðlaheiðaganga og skoðuðu fornleifauppgröft við eystri enda ganganna í Fnjóskadal. Þá fundu krakkarnir rolluhræ sem hafði orðið úti á heiðinni í stórhríðinni í fyrra og voru frædd um örnefnin í kring. Krakkarnir sáu einnig húsin sín og skólann frá alveg nýju sjónarhorni sem mörgum þótti mjög skemmtilegt. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Það var erfitt að labba svona langt, en ég labbaði bara áfram alla leið. Við sáum skóg og dót á leiðinni og svo grilluðum við pylsur. Þetta var fínt,“ segir Kristófer Örn Sigurðarson, nemandi í fyrsta bekk í Valsárskóla á Svalbarðseyri en hann gekk yfir Vaðlaheiði ásamt skólafélögum sínum á þriðjudaginn fyrir viku, á árlegum Göngudegi skólans. Göngudagurinn er hluti af námsmarkmiðum Valsárskóla í útikennslu og var gengið frá Skógum í Fnjóskadal, eftir gamla veginum og síðan eftir gamalli þjóðleið sem liggur af heiðinni niður að Valsárskóla, alls um átján kílómetra. Yngstu bekkirnir fengu bílfar áleiðis upp heiðina en elstu nemendurnir gengu alla leið.„Mér fannst þetta erfitt,“ Segir Rakel Mjöll Jóhannsdóttir, nemandi í níunda bekk. „Það var kalt uppi á heiðinni og ég fékk hausverk. Við stoppuðum tvisvar til að bíða eftir þeim sem voru að tína ber. Ég vildi ekki tína ber því ég var að fara í útivistaval á eftir og þar áttum við að fara í berjamó,“ bætir hún við. Kristófer segir krakkana í Valsárskóla oft fara í slíkar vettvangsferðir með kennurunum. „Við bjuggum einu sinni til indjánatjald og vorum að tálga og saga spýtur í skóginum,“ segir hann hress og Rakel segir bekkinn hennar hafa gengið á Kaldbak og Súlur í útivistarvali. „Í fyrra bjuggum við til snjóhús með því að saga ís, fórum á gullfiskaveiðar og helgarferð í Ásbyrgi,“ bætir hún við. Í ferðinni yfir heiðina sáu krakkarnir báða enda Vaðlaheiðaganga og skoðuðu fornleifauppgröft við eystri enda ganganna í Fnjóskadal. Þá fundu krakkarnir rolluhræ sem hafði orðið úti á heiðinni í stórhríðinni í fyrra og voru frædd um örnefnin í kring. Krakkarnir sáu einnig húsin sín og skólann frá alveg nýju sjónarhorni sem mörgum þótti mjög skemmtilegt.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent