Bretinn Christine Ohuruogu vann sinn annan heimsmeistaratitil í 400 metra hlaupi kvenna í Moskvu eftir æsispennandi úrslitahlaup.
Þessi 29 ára hlaupari átti magnaðan lokasprett sem tryggði henni gullið á tímanum 49,41 sekúndum sem er landsmet.
Hlauparinn var aðeins fjórum sekúndubrotum á undan næsta manni.
Ohuruogu varð heimsmeistari árið 2007 og Ólympíumeistari árið 2008 í Peking.
„Ég trúi þessu varla,“ sagði Ohuruogu eftir hlaupið í gær.
„Þetta var eins og í draumi en ég hef unnið að þessu markmiði allt tímabilið. Hlaupið var gríðarlega spennandi en mig hreinlega langaði meira í gullið.
Ohuruogu heimsmeistari í 400 metra hlaupi
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn
