Íslenskar vinkonur halda úti fjölbreyttu lífstílsbloggi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. janúar 2013 09:30 Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira