Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 13:28 Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona." Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona."
Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sjá meira
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03