Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 13:28 Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona." Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Íbúafundurinn í Grafarvogi í gær hefur verið til umræðu eftir að borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, lýsti einelti og ofbeldi sem hann hefði verið beittur af nokkrum fundargestanna. Fundurinn var tekinn upp á myndband af fagstjóra fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, Halldóri Árna Sveinssyni, í tengslum við nýjan samfélagsvef deildarinnar. „Vissulega upplifði ég æsing og dónaskap - mikinn dónaskap. Ég held að menn hafi algjörlega farið fram úr sér í því," segir Halldór, en hann hefur sent út sveitastjórnarfundi og almenna borgarafundi í meira en aldarfjórðung. „Það falla mjög þung orð þarna. Til dæmis var þarna fundarmaður sem kallaði borgarstjórnina hyski," bætir Halldór við, en segir fundinn í gær þó ekki vera einsdæmi. „Það er fullyrt að hann hafi ekki viljað svara fundarmönnum. Ég er búinn að vera viðstaddur alla þessa fundi, og fundarformið hefur verið það að hann hefur tekið til máls í byrjun fundar, en ekki aftur fyrr en að loknum fyrirspurnum. Það er bara della að hann vilji ekki svara mönnum." Halldór vonast til þess að geta sett myndskeiðið á vefinn síðar í dag, en hann vinnur að samfélagsvefnum Netsamfelag.is sem opnar formlega í næstu viku. Hann segist sjá sig knúinn til að setja upptökuna á vefinn strax, svo fólk geti sjálft dæmt um hvað gerðist á fundinum.Fjölmennt var á fundinum í gær.Mynd/VG„Við sitjum ekki undir svona" Sólver Sólversson, einn fundargesta og íbúi í Grafarvogi, tekur í sama streng og segir dónaskap ákveðinna fundarmanna hafa verið gríðarlegan. Hann segist aldrei hafa skammast sín fyrir að vera Grafarvogsbúi fyrr en í gær. Þá hafi verið nokkuð um að menn virtu ekki fundarsköp, og nefnir Sólver þeirra á meðal Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóra Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. „Það var klapplið þarna, það var alveg greinilegt. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og sagt eitthvað. Ég var bara svo orðlaus," segir Sólver, sem kaus ekki Besta flokkinn á sínum tíma en segist sjá eftir því í dag. „Fundarstjóri tók það skýrt fram að spurningum beint til borgarstjóra yrði svarað eftir að búið væri að taka við öllum fyrirspurnum, og einhverjir voru mjög óánægðir með það. En spurningunum var svarað." Þá sat fundarstjóri undir svívirðingum að sögn Sólvers og hafi einn fundarmanna verið sérstaklega dónalegur. Hann hafi látið öllum illum látum og ekki viljað gefa fundarstjóra kost á að hleypa öðrum að. „Hann hafði ómerkilegar athugasemdir um þá er héldu fundinn, fullyrti fyrir munn Grafarvogsbúa, og gekk svo langt að reyna að æsa aðra fundargesti til að setja fundarstjóra af, eftir að hann lýsti á hann frati. Svo beindi hann orðum sínum að panelnum og sagði: „Þið eruð hyski!" Heldri kona, íbúi í Grafarvogi, var þó nægilega sjóuð til að segja: „Við sitjum ekki undir svona."
Tengdar fréttir Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44 Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Hvorki einelti né ofbeldi Sigurður Egill Sigurðsson flugnemi, var staddur á umdeildum íbúafundi í Grafarvogi í gær, og segir borgarstjóra fara með rangt mál. 30. janúar 2013 10:44
Upplifði einelti og ofbeldi á íbúafundi í Grafarvogi Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, segist hafa upplifað einelti, og "hreint og klárt ofbeldi frá nokkrum fundagestum" á íbúafundi í Grafarvogi í kvöld. Jón lýsir þessu í Dagbók borgarstjórans á samskiptavefnum Facebook. 29. janúar 2013 22:03