Fermingargestabókinni stolið Freyr Bjarnason skrifar 30. janúar 2013 08:00 Daníel Geir Moritz hjá Mazda-bifreið sinni sem brotist var inn í um helgina.fréttablaðið/gva „Maður á aldrei von á að lenda í einhverju svona. Mér varð náttúrulega brugðið og það var mjög óþægilegt að lenda í þessu," segir grínistinn Daníel Geir Moritz. Brotist var inn í rauða Mazda-bifreið hans fyrir utan Útvarpshúsið aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan tveimur kössum. Í þeim var gestabók úr fermingarveislunni hans, útskriftargjöf frá afa hans og ömmu, verðlaunapeningar úr æsku, minningarbók sem var skrifað í eftir fæðingu hans og fleira. „Ég var fyrir austan, í Neskaupsstað þar sem ég er fæddur og uppalinn, um jólin. Ég var að fara yfir gamalt dót með pabba því það var kominn tími á að finna annan stað fyrir það. Þarna er ekkert sem nýtist þjófnum eða þjófunum en þetta er eitthvað sem hefur mikið gildi fyrir mig," segir Daníel Geir, sem var kjörinn fyndnasti maður Íslands árið 2011. Hann setti stöðu á Facebook í fyrradag sem hann hvatti fólk til að deila. Þar biðlaði hann til þjófsins eða þjófanna að skila mununum. „Viðbrögðin urðu mögnuð. Það var rosalega margt fólk sem tók við sér á mínum vinalista og líka fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Það er gaman að sjá svona stuðning og þetta gefur manni von um að þetta komist til skila." Þeir sem geta aðstoðað Daníel Geir við að fá persónulega muni sína aftur geta sent honum póst á Danielgeirmoritz@gmail.com eða hringt í síma 868-5460. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Maður á aldrei von á að lenda í einhverju svona. Mér varð náttúrulega brugðið og það var mjög óþægilegt að lenda í þessu," segir grínistinn Daníel Geir Moritz. Brotist var inn í rauða Mazda-bifreið hans fyrir utan Útvarpshúsið aðfaranótt sunnudags og stolið þaðan tveimur kössum. Í þeim var gestabók úr fermingarveislunni hans, útskriftargjöf frá afa hans og ömmu, verðlaunapeningar úr æsku, minningarbók sem var skrifað í eftir fæðingu hans og fleira. „Ég var fyrir austan, í Neskaupsstað þar sem ég er fæddur og uppalinn, um jólin. Ég var að fara yfir gamalt dót með pabba því það var kominn tími á að finna annan stað fyrir það. Þarna er ekkert sem nýtist þjófnum eða þjófunum en þetta er eitthvað sem hefur mikið gildi fyrir mig," segir Daníel Geir, sem var kjörinn fyndnasti maður Íslands árið 2011. Hann setti stöðu á Facebook í fyrradag sem hann hvatti fólk til að deila. Þar biðlaði hann til þjófsins eða þjófanna að skila mununum. „Viðbrögðin urðu mögnuð. Það var rosalega margt fólk sem tók við sér á mínum vinalista og líka fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Það er gaman að sjá svona stuðning og þetta gefur manni von um að þetta komist til skila." Þeir sem geta aðstoðað Daníel Geir við að fá persónulega muni sína aftur geta sent honum póst á Danielgeirmoritz@gmail.com eða hringt í síma 868-5460.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira