Betur má ef duga skal! Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar