Ekki minn síðasti samningur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 08:00 Eiður Smári skipti um félag í Brugge í Belgíu og er nú kominn til Club eftir að hafa verið hjá Cercle í nokkra mánuði. Hér er hann með Arnari Grétarssyni. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi ekki þurft að kyngja stoltinu þegar hann gekk til liðs við Cercle Brugge, botnlið belgísku úrvalsdeildarinnar í haust. Þvert á móti var hann ánægður yfir að komast í kunnuglegt umhverfi þar sem hann fengi að spila aftur reglulega eftir erfið meiðsli. Þetta segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann er nú kominn til „stóra bróður" í Brugge en í síðasta mánuði ákvað Club Brugge að kaupa Eið Smára frá Cercle fyrir um 85 milljónir króna. „Þetta var nokkuð eðlileg þróun á mínum málum þegar ég ákvað að fara til Cercle á sínum tíma," segir Eiður Smári. „Ég var orðinn 34 ára gamall og nýbúinn að missa út tímabil vegna fótbrots. Ég þurfti að spila reglulega og var Belgía hinn fínasti kostur fyrir mig. Ég þekki vel til hér og tala tungumálið," segir hann en Eiður Smári bjó í Belgíu sem barn er faðir hans, Arnór, lék sem atvinnumaður hjá Lokeren og Anderlecht. Síðan Eiður Smári fór frá Barcelona árið 2009 hefur hann komið víða við og ekki staldrað lengi við á hverjum stað. Hann var síðast hjá AEK í Grikklandi en fótbrotnaði í leik með liðinu. En nú segist hann kominn á stað þar sem hann ætlar að vera til loka næsta tímabils – að minnsta kosti. „Ég hefði ekki skipt yfir til Club nema til að gera langtímasamning. Þetta hefur verið brölt hjá mér fram og til baka og því vildi ég festa mig í sessi og hafa framtíðina í nokkuð föstum skorðum. Nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta með Club. Það var þó ekki ætlunin að vera lengi í Belgíu, í hreinskilni sagt. En svona vilja hlutirnir þróast," segir Eiður Smári. Hann neitar því þó að þetta verði hans síðasti samningur á löngum atvinnumannsferli. „Alls ekki. Ekki miðað við hvernig mér líður núna. Það er eitthvað sem gerðist þegar ég meiddist illa, í annað skiptið á mínum ferli. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki að láta þetta enda svona. Svo þegar maður kemst aftur á lappir, byrjar að skora mörk og njóta þess að spila fótbolta á ný áttar maður sig á því hversu ferilinn er stuttur í raun og veru. Ég veit að það er ekki langt eftir en á meðan ég nýt þess að spila og hef heilsu til ætla ég að halda áfram eins lengi og ég get." Arnar Grétarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge en hann var í sömu stöðu hjá AEK þegar að Eiður Smári var þar. En hann segir það aðeins tilviljun eina. „Arnar er eins og ég nýkominn til Club og í raun var félagið búið að gera upp hug sinn varðandi mig áður en hann kom. Auðvitað ræddi ég um þetta við Arnar en þegar Club frétti að það væri mögulegt að fá mig fór allt á fullt," segir Eiður Smári. Næsta verkefni hans verður leikur með íslenska landsliðinu gegn Rússlandi á Spáni á miðvikudag. Hann segist ánægður með að vera kominn aftur í landsliðið en hann spilaði síðast með því gegn Færeyjum í ágúst. „Ég var í raun ekkert búinn að velta mér upp úr því að hafa ekki verið með í síðustu leikjum. Mér fannst þó mjög gaman að vera með liðinu í sumar, þó svo að það hafi verið leikur gegn Færeyjum. Ég vissi svo að ég þyrfti að komast í mitt gamla form og þá myndi restin koma," segir Eiður Smári. „Ég hef alltaf sagt að ég væri jákvæður fyrir landsliðinu, þrátt fyrir að efasemdir um það hafi komið reglulega upp í gegnum tíðina. Ég hef alltaf haft gaman að því að spila með landsliðinu og ávallt viljað leggja allt á mig fyrir það. Framhaldið verður svo bara að koma í ljós og hversu raunhæft það er fyrir mig að spila með landsliðinu." Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi ekki þurft að kyngja stoltinu þegar hann gekk til liðs við Cercle Brugge, botnlið belgísku úrvalsdeildarinnar í haust. Þvert á móti var hann ánægður yfir að komast í kunnuglegt umhverfi þar sem hann fengi að spila aftur reglulega eftir erfið meiðsli. Þetta segir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann er nú kominn til „stóra bróður" í Brugge en í síðasta mánuði ákvað Club Brugge að kaupa Eið Smára frá Cercle fyrir um 85 milljónir króna. „Þetta var nokkuð eðlileg þróun á mínum málum þegar ég ákvað að fara til Cercle á sínum tíma," segir Eiður Smári. „Ég var orðinn 34 ára gamall og nýbúinn að missa út tímabil vegna fótbrots. Ég þurfti að spila reglulega og var Belgía hinn fínasti kostur fyrir mig. Ég þekki vel til hér og tala tungumálið," segir hann en Eiður Smári bjó í Belgíu sem barn er faðir hans, Arnór, lék sem atvinnumaður hjá Lokeren og Anderlecht. Síðan Eiður Smári fór frá Barcelona árið 2009 hefur hann komið víða við og ekki staldrað lengi við á hverjum stað. Hann var síðast hjá AEK í Grikklandi en fótbrotnaði í leik með liðinu. En nú segist hann kominn á stað þar sem hann ætlar að vera til loka næsta tímabils – að minnsta kosti. „Ég hefði ekki skipt yfir til Club nema til að gera langtímasamning. Þetta hefur verið brölt hjá mér fram og til baka og því vildi ég festa mig í sessi og hafa framtíðina í nokkuð föstum skorðum. Nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta með Club. Það var þó ekki ætlunin að vera lengi í Belgíu, í hreinskilni sagt. En svona vilja hlutirnir þróast," segir Eiður Smári. Hann neitar því þó að þetta verði hans síðasti samningur á löngum atvinnumannsferli. „Alls ekki. Ekki miðað við hvernig mér líður núna. Það er eitthvað sem gerðist þegar ég meiddist illa, í annað skiptið á mínum ferli. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki að láta þetta enda svona. Svo þegar maður kemst aftur á lappir, byrjar að skora mörk og njóta þess að spila fótbolta á ný áttar maður sig á því hversu ferilinn er stuttur í raun og veru. Ég veit að það er ekki langt eftir en á meðan ég nýt þess að spila og hef heilsu til ætla ég að halda áfram eins lengi og ég get." Arnar Grétarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge en hann var í sömu stöðu hjá AEK þegar að Eiður Smári var þar. En hann segir það aðeins tilviljun eina. „Arnar er eins og ég nýkominn til Club og í raun var félagið búið að gera upp hug sinn varðandi mig áður en hann kom. Auðvitað ræddi ég um þetta við Arnar en þegar Club frétti að það væri mögulegt að fá mig fór allt á fullt," segir Eiður Smári. Næsta verkefni hans verður leikur með íslenska landsliðinu gegn Rússlandi á Spáni á miðvikudag. Hann segist ánægður með að vera kominn aftur í landsliðið en hann spilaði síðast með því gegn Færeyjum í ágúst. „Ég var í raun ekkert búinn að velta mér upp úr því að hafa ekki verið með í síðustu leikjum. Mér fannst þó mjög gaman að vera með liðinu í sumar, þó svo að það hafi verið leikur gegn Færeyjum. Ég vissi svo að ég þyrfti að komast í mitt gamla form og þá myndi restin koma," segir Eiður Smári. „Ég hef alltaf sagt að ég væri jákvæður fyrir landsliðinu, þrátt fyrir að efasemdir um það hafi komið reglulega upp í gegnum tíðina. Ég hef alltaf haft gaman að því að spila með landsliðinu og ávallt viljað leggja allt á mig fyrir það. Framhaldið verður svo bara að koma í ljós og hversu raunhæft það er fyrir mig að spila með landsliðinu."
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira