Íslenski hópurinn kemur heim á morgun með tvö gull og eitt silfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2013 15:54 Íslenski hópurinn. Mynd/ÍF/Tryggvi Agnarsson Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu. Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni. Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni. Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi. Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir. Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna. Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics. Fyrir leikana bjó hópurinn í Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana. Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni þegar þau gengu inn í íslenskum lopapeysum sem eru gjöf frá Handprjónasambandinu. Íslenski hópurinn eignaðist marga góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og úr ólíkri menningu. Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi. Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Sjá meira
Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu. Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni. Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni. Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi. Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir. Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna. Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics. Fyrir leikana bjó hópurinn í Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana. Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni þegar þau gengu inn í íslenskum lopapeysum sem eru gjöf frá Handprjónasambandinu. Íslenski hópurinn eignaðist marga góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og úr ólíkri menningu. Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi.
Íþróttir Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Sjá meira