Fótbolti

Ronaldinho hrósar Rooney og Ashley Cole

England og Brasilía spila vináttulandsleik á miðvikudag. Brasilíumaðurinn Ronaldinho er mjög hrifinn af Wayne Rooney og segir að hann myndi styrkja hvaða landslið sem er í heiminum.

"Það er ekki til það landslið sem Rooney myndi ekki styrkja. Ashley Cole er líka frábær varnarmaður. Ég hef séð hann þagga niður í bestu knattspyrnumönnum heims," sagði Ronaldinho.

"Það er til fullt af góðum enskum leikmönnum. Paul Scholes og Frank Lampard eru þar á meðal. Allir þessir strákar hefðu getað spilað með hvaða liði sem er á hátindi ferilsins."

Hinn 32 ára gamli Ronaldinho er kominn aftur í brasilíska landsliðið eftir að hafa verið í kuldanum um tíma.

"Ég þarf að sýna og sanna að ég eigi heima í landsliðinu og eigi skilið að fara með liðinu á HM."

Ronaldinho hefur tvisvar verið valinn besti knattspyrnumaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×