Fótbolti

Aron á leið til Hollands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron færir sig í sterkari deild.
Aron færir sig í sterkari deild.
Framherjinn Aron Jóhannsson er á leið til hollenska úrvalsdeildarliðsins og mun skrifa undir samning við félagið í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær og verður formlega orðinn leikmaður í dag. Hjá félaginu hittir hann fyrir Jóhann Berg Guðmundsson.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er kaupverð Arons 280 milljónir króna. Uppeldisfélag hans, Fjölnir, mun fá um 42 milljónir króna í sinn hlut vegna sölunnar. Samkvæmt danska blaðinu Ekstra Bladet greiddi AGF rúmar 2 milljónir króna fyrir Aron á sínum tíma og er óhætt að segja að sú fjárfesting hafi borgað sig hjá danska félaginu.

Aron hefur slegið í gegn hjá danska félaginu AGF þar sem hann er enn markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 14 mörk.

Íslendingar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá AZ en með liðinu hafa einnig leikið Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Grétar Rafn Steinsson.

AZ er í níunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×