Fótbolti

Þóttist vera átta árum yngri en hann raunverulega var

Espinosa, eða Barrios?
Espinosa, eða Barrios?
Knattspyrnukappi frá Ekvador gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi eftir að hafa falsað persónuskilríki og keppt fyrir U-20 ára landslið Perú.

Ekvadorinn Juan Carlos Espinosa var á dögunum sendur heim af Suður-Ameríkukeppni U-20 ára liða. Þar þóttist hann heita Max Barrios og vera 17 ára. Hann spilaði með landsliði Perú.

Það voru fyrrum félagar Espinosa frá Ekvador sem komu upp um svindlið. Þeir þekktu sinn gamla félaga og greindu yfirvöldum frá því að hann héti ekki Max Barrios. Þeir létu einnig fylgja með að hann væri langt frá því að vera 17 ára.

Espinosa gekk til liðs við félag í Perú á síðasta ári undir nafninu Max Barrios. Skilríki sem hann hafði meðferðis þá sýndu að hann væri 17 ára.

Hann stóð sig mjög vel og var valinn í U-20 ára landslið Perú þrátt fyrir meintan ungan aldur.

Nú hefur komist upp um allt saman og Espinosa er í vondum málum. Það sem meira er þá hefur félag hans sagt upp samningnum við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×